Einar Clausen tenór

Einar Clausen – einarclausen@simnet.is – +354 8474200

Einar Clausen er leggiero tenór með afar breitt söngsvið og er jafnvígur á tenór og bariton hlutverk. Hann nam söng í Söngskólanum í Reykjavík þar sem aðalkennari hans var Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Einnig hefur Einar spilað á trommur frá unga aldri. Þá hefur hann sótt fjölda námskeiða og einkatíma í söng, t.d. hjá David Jones, Ian Partridge, Helene Karusso og Alex Ashworth.

Einar söng um árabil í Kór Langholtskirkju, Kammerkór Langholtskirkju og Kór íslensku óperunnar. Hann hefur einnig komið reglulega fram með ýmsum öðrum kammerhópum, svo sem Voces masculorum, Hljómeyki og Schola Cantorum. Þá er Einar einn af stofnendum og meðlimur karlakvartettsins Út í vorið sem hefur gefið út 3 geisladiska.

Einar hefur starfað meira og minna að eða við tónlist frá árinu 1990 og alfarið sem söngvari frá árinu 2006. Þá hefur Einar komið víða fram sem einsöngvari undir stjórn fjölmargra stjórnenda, bæði með kórum og hljómsveitum. Hann hefur sungið einsöng í tónlist Monteverdis, Bellmans, Bachs, Schuberts og verkum Jóns Leifs. Þá hefur Einar sungið einsöng í Carmina Burana, Missa Criola, Teresíumessu Haydns, Mass of the Children og Navidad Nuestra, svo fátt eitt sé nefnt. Eins hafa tónskáld fengið Einar til að frumflytja fyrir sig verk og má þar nefna tónskáldin John Speight og Gunnstein Ólafsson.

Einar hefur verið virkur í kirkjutónlistarlífi á Íslandi og sungið mikið við hvers kyns athafnir. Einar hefur einnig sungið inn á geisladiska með fjölmörgum færum tónlistarmönnum.
__________________
Einar Clausen studied singing at The Reykjavik Academy of Singing and Vocal Arts with Prof. Ólöf Kolbrún Harðardóttir . He has also attended numerous master classes with David L. Jones, Ian Partridge, Helene Karusso and Alex Ashworth.

Mr. Clausen has sung with a wide variety of large choirs, chamber choirs, and male voice choirs and ensembles, e.g. Voces masculorum, the Langholt church choir, the Langholt chamber choir, the Áskirkja church choir, the Akureyri church choir, The Icelandic Opera Choir, the chamber choir Schola Cantorum and Hljómeyki chamber choir. He is also a member of the male voice quartet “Út í vorið”.

Mr. Clausen started working as a singer in the year 1990 but since 2006 he has been fully professional as a singer. He has performed as a soloist with numerous choirs, orchestras and conductors. As a soloist he has, for instance, performed the music of Claudio Monteverdi, Carl Michael Bellman, Johann Sebastian Bach, Franz Schubert and Jón Leifs. Moreover mr. Clausen has sung the role of the swan in Carl Orff´s Carmina Burana, the role of the tenor in Josef Haydn´s Theresienmesse, the tenor in Misa Criolla, La Peregrinación and Navidad Nuestra by Ariel Ramirez, the Evangelist in Johann Sebastian Bach´s St. Matthew´s Passion and the baritone roles in Gabriel Fauré´s Reqiuem and John Rutter´s Mass of the Children. In addition mr. Clausen has premièred music by composers John Speight and Gunnsteinn Ólafsson.